Lopi

Ístex framleiðir handprjónaband úr íslenskri ull í mismunandi grófleika. Allt okkar band er úr 100% ull, að Hosubandi undanskildu.

Okkar sérstaða er fallegt og fjölbreytt litaúrval. Mikið fer fyrir samkembtum litum, sem fara vel við Lopa. Náttúrulegir litir íslensku ullarnar eru notaðir ólitaðir í marga liti. Öll okkar litarefni uppfylla OEKO-TEX 100 staðalinn.

 

Handprjónaband

Álafosslopi

Álafosslopi hentar vel í flíkur til útivistar. Hann er hlýr og einstaklega léttur miðað við þykkt.​

Jöklalopi

Jöklalopi hentar í einlitar flíkur, teppi og mottur. Hann er þykkari en Álafosslopi og fljótprjónaður.

Einband

Einband er gott að nota í sjöl og léttar flíkur og passar mjög vel í útprjón. 

Fjallalopi

Fjallalopi er nýjasti meðlimurinn í Lopafjölskyldunni! Hann er  helmingi þynnri en Léttlopi. Hentar vel í fíngerðar, léttar flíkur, jafnt fyrir börn og fullorðna.

Hosuband

Hosuband er styrkt með næloni. Það er slitsterkt og því tilvalið í sokka og aðrar flíkur.

Léttlopi

Léttlopi er fjölhæfur, léttur og lipur. Flíkur úr Léttlopa eru notalegar jafnt inni sem úti. 

Plötulopi

Plötulopi er óspunninn, mjúkur og léttur í sér. Meðhöndla þarf hann með lipurð þegar unnið er úr honum.

Innskráning