Ullarsápa og Ullarnæring

Ístex býður upp á sápu og mýkingarefni sem hentar íslensku ullinni sérlega vel. Sápan er góð fyrir flíkur sem þvegnar eru í höndum en má einnig nota í þvottavél. Sápan inniheldur hvorki bleikiefni né ensím, en þau efni eru ekki æskileg fyrir þvott á viðkvæmum flíkum.

Spurðu um sápuna þar sem Lopinn fæst!

Lopi sápustykki

Lopisápa er ný ullarsápa í föstu formi sem var þróuð í samstarfi við Sápusmiðjuna. 
Umhverfisvænt sápustykki fyrir handþvott á ull og öðrum efnum. Nærandi eiginleikar sápunnar gera hana einnig að tilvaldri handsápu. 

Þvottaleiðbeiningar

Lopi ullarsápa og ullarnæring eru sérstaklega gerð fyrir þvott á vörum úr ull og öðrum viðkvæmum efnum. Má nota bæði fyrir þvott í höndum og vél.  

Lopi ullarsápa, ráðlagðar skammtastærðir:

Handþvottur:    15-25 ml í 5 lítra af vatni

Þvottavél:           35-70 ml fyrir 4-5 kg af taui

 

Notkun á Lopa ullarsápu

Handþvottur

Leysið Lopi ullarsápu upp í ylvolgu vatni, u.þ.b. 30°C.

Látið flíkina liggja í vatninu í u.þ.b. 10 mín, ath. flíkur úr plötulopa eiga aldrei að liggja í bleyti.

Farið mjúkum höndum um flíkurnar og þvoið varlega.

Skolið mjög vel, eða þar til vatnið er alveg tært. Gæti þurft að skipta um skolvatn nokkrum sinnum.

Kreistið vatnið varlega úr, nuddið hvorki né vindið.

Leggið til þerris á sléttan flöt í rétt mál.

Mælt er með því að nota Lopi ullarnæring eftir skol, hún veitir mýkt og fallega áferð.

 

Vélþvottur

Lopi ullarsápa er hellt í sápuhólf þvottavélar, sjá ráðlagða skammtastærð hér að ofan.

Takið þvottinn úr vélinni um leið og kerfið er búið. Leggið til þerris á sléttan flöt í rétt mál.

Athugið að ekki allar vörur úr ull og öðrum viðkvæmum efnum þola þvott í þvottavél.

 

Lopi ullarnæring, ráðlagðar skammtastærðir:

Handþvottur:    10 ml í 5 lítra af vatni

Þvottavél:           25 ml fyrir 4-5 kg af taui

 

Notkun á Lopa ullarnæringu:

Eftir handþvott

Leysið Lopa ullarnæringuna upp í ylvolgu vatni, u.þ.b. 30°C.

Setjið hreina flíkina í vatnið og látið liggja í nokkrar mínútur.

Kreistið vatnið varlega úr, nuddið hvorki né vindið í höndum.

Óþarft er að skola næringuna úr.

Leggið til þerris á sléttan flöt í rétt mál.

Ekki er mælt með notkun Lopa ullarnæringar fyrir flíkur aðeins úr Plötulopa.

 

Í þvottavél

Lopi ullarnæring er hellt í hólfið fyrir mýkingarefni, sjá ráðlagðar skammtastærðir hér að ofan.

Leggið til þerris á sléttan flöt í rétt mál.

Athugið að ekki allar vörur úr ull og öðrum viðkvæmum efnum þola þvott í þvottavél.

 

Notkun á sápustykki

Nuddið sápunni milli handa í ylvolgu vatni til að skapa þvottalög. 

Þvoið samkvæmt leiðbeiningum fyrir viðkomandi ull eða þau efni sem þú handþværð af umhyggju.

Til að blettaþvo, strjúkið sápustykkinu mildilega yfir blettinn og nuddið varlega.

Skolið. 

Leggið ullarflíkur til þerris.

Látið sápuna þorna eftir notkun.

 

Innskráning