Aðrar vörur
Ístex býður upp á Kambgarn og Spuna sem eru úr merinóull og hentar vel í barnaföt.
Þá hefur Ístex fjölbreytt vöruúrval fyrir handavinnu og prjónaskap. Hér mætti nefna kembu, ullarsápu, ullarnæringu, prjóna, heklunálar og tölur.

Kambgarn
Kambgarn er framleitt úr fínni og mjúkri merinóull og hentar vel í barnapeysur, húfur o.fl.

Spuni
Spuni er vélþvægt merinóullarband og er af sama grófleika og Léttlopi. Hentar því vel í uppskriftir sem gerðar eru fyrir Léttlopa.

Kemba
Kemba er tilvalin til þæfingar og spuna, hentar einnig til bólstrunar.

Ullarsápa og Ullarnæring
Ístex framleiðir sápu og mýkingarefni fyrir íslensku ullina. Sérstaklega góð fyrir flíkur sem þvegnar eru í höndum, má einnig nota í þvottavél.

Prjónar
Gæðaprjónar frá Pony koma í mismunandi litum og stærðum.

Tölur
Tölurnar koma í tveimur stærðum, 18 mm og 20 mm.
