Lopi

 

Við leitumst við að gera prjónabækur Ístex sem allra best úr garði. Það á við um alla vinnu, þ.e.  myndir, texta og munsturteikningar. 

 

Því miður vill það koma fyrir að prentvillupúkinn slæðist með og villur í uppskriftunum þó svo textinn sé marglesinn.

Ef slíkt hendir má finna leiðréttingar hér. Athugið að leiðréttingar hafa verið gerðar í endurprentun á bókinni.

PDF skjal með leiðréttingunum til útprentunar er hér.

 

Uppskrift

  

Leiðrétting


1 -  Aska

AXLASTYKKI
í 7. línu neðan frá: Prj 13 umf í viðbót m eð lit E (í stað D). Takið úr........ Skiptið yfir í lit F (í stað E).


3 - Heimsljós

 

LYKILL
D + G = E1770 + L1409

MUNSTURTEIKNING

Texti vinstra megin við teikningu er ekki réttur, þ.e. upptalning á litanúmerum. Hægt er að fara eftir Lykli eða prenta út þetta skjal: Heimsljós leiðrétting.

 

Neðan á axlastykki er aukið út um 1 (eina) L í hvorri hlið í 10. hverri umf þannig að eftir fyrstu útaukningu eru 122 (132, 142) L.4 - Norðurljós

AXLASTYKKI

Línur 6 og 7 í dálki 3

Prj munstur og ath að sleppa L skv teikn fyrir stærðir L og XL. (ekki stærð M).5 - Katla

Bolur og ermar eru prjónuð á prjóna nr 5.
AXLASTYKKI - bara í stærð M
Setjið 8 (8, 8, 10, 10) L á band í handvegum. Samtals verða þá 194 (202, 222, 226, 242) L þegar bolur og ermar eru komnar saman.


13 - Jón

ERMAR
Útaukningar undir ermi eiga að vera í 6. hverri umf (allar stærðir).

 

 

14 - Flétta

MUNSTUR

Perluprjónshluti munsturs verður ekki rétt skv núverandi munstri. Fimm umferðir í munstri eru samt sem áður ein munstureining. Flétta - leiðr munstur. 15 - Kapp

ERMAR
...aukið út um 2 (3, 3, 3, 3) L jafnt yfir fyrsztu umf => 35 (36, 38, 38, 40) L.
AXLASTYKKI
...prjónið fyrri ermi við 41 (42, 42, 44, 44) L
...prjónið seinni ermi við 41 (42, 42, 44, 44) L
Laskaúraka: Það eru 2 L á milli úrtaka í laskaúrtökunni, þ.e. *Prj þar til 3 L eru að næsta merki, prj 2 L saman til vinstri, prj 1 L, færið merki, prj 1 L, prj 2 L sl saman*


17 - Móra

ERMAR - bara í stærð L
Setjið 10 (16, 12) L undir miðermi á aukaband/nælu (ekki 10 (


18 - Blámi

Fyrir mistök eru stærðir úr uppskrift 17 birtar í uppskrift 18
STÆRÐIR                           S/M    M/L    XL/XXL
Vídd neðst á bol:                110    115    120      cm
Faðmlengd:                         143    148    153      cm
Sídd frá öxl:                        100    103    105      cm

BOLUR
Í línu 4; prj þar til bolur mælist 29 (31, 33) cm (í stað 24 (25, 26) cm).             


21 - Kaðlastaðir      

BAK

Handvegur:  Fellið af í hvorri hlið 4 (4, 5) L einu sinni, 3 L einu sinni, 2 L einu sinni og 1 L 1 (2, 2) sinnum.

 

VINSTRA FRAMSTYKKI

Fitjið upp 48 (52, 56) L á prj nr 7 með litum A og B saman. Prj 3 umf sléttprj. Prj 1 umf sl frá röngu (brotkantur). Næsta umf:Prj 42 (46, 50) L sl, 1 L br, 1 L sl, 3 L br, 1 L sl. Fitjið upp 6 L í lok umf. Snúið við og prj 5 L sl, 1 L br (hér er brot) 1 L br, 3 L sl, 1 L br, 1 L sl, 42 (46, 50) br. => 54 (58, 62) L.

 

Munsturteikning22 - Brynja

AXLASTYKKI
Allar stærðir: 10 L fyrir handveg, bæði á ermum og bol.
Stærðir 2 og 4 ára:
Í línu 2; Prj hægra framstykki 38 (40, 43, 46, 53) L. Setjið merki. Setjið næstu 10 L af bol á aukaband/nælu fyrir handveg. Prj fyrr ermi við 38 (44, 48, 56, 62) L. Setjið merki. Prj bak 50 (55, 60, 68, 76) L. Setjið merki. Setjið næstu 10 L af bol á aukaband/nælu fyrir handveg, prj seinni ermi við 38 (44, 48, 56, 62) L, setjið merki. Prj að lokum 32 (35, 37, 41, 47) L af vinstra framstykki => 196 (218, 236, 267, 300) L.
Í næstsíðustu umf: ...endurtakið þar til 76 (82, 84, 99, 108) L er eftir á prjóninum.


23 - Bylgja

AXLASTYKKI
Í miðjudálki:

línu 6 - Prj 3 L, aukið út um 1 L *prj 6 L....
línu 13 - Prj 4 L, aukið út um 1 L *prj 8 L....

línu 20 - Prj 5 L, aukið út um 1 L *prj 10 L....24 - Strandir

Peysan er prjónuð úr einföldum plötulopa.
ERMAR
Strax eftir munstur neðan á ermum - sjá efstu línu í fyrsta dálki á bls 33:
Skiptið yfir í lit A og prj 1 umf sl, aukið út um 3 (3, 1, 3) L jafnt yfir umf. Prj 1 umf br.

Laskaúrtaka:

Setjið merki þar sem bolur og ermi mætast (4 merki). Umferð byrjar á mótum bols og ermar vinstra megin á baki og því er byrjað á að prj 2 L sl saman. Prj síðan eftir leiðbeiningum um laskaúrtöku, eða *prjónið að merki, prj 2 L saman til vinstri, 2 L sl saman*. 

 

icelandic wool
Woolmark
www.istex.is / istex@istex.is / Sími 566 6300 / Fax 566 7330 / © 2010 lopi