Lopi

 

Við leitumst við að gera prjónabækur Ístex sem allra best úr garði. Það á við um alla vinnu, þ.e.  myndir, texta og munsturteikningar. 

 

Því miður vill það koma fyrir að prentvillupúkinn slæðist með þó svo textinn sé marglesinn. Sjaldan finnast þó villur í uppskriftunum sjálfum en það getur þó alltaf gerst. 

Ef slíkt hendir má finna leiðréttingar hér.

 

 

Uppskrift 

leiðrétting


2 -  Rætur slá

Aðeins í stærð S/M: Í munstrinu eru ýmist 21 eða 22 úrtökur í úrtökumferðunum í stærð S/M (en ekki 20 eða 21 eins og tölurnar í munstrinu segja)og því eiga tölurnar að vera sem hér segir:

umf. 1: 212 L
umf. 16: 190 L
umf. 24: 169 L
umf. 31: 147 L
umf. 37: 126 L
umf. 41: 104 L
umf. 44: 82 L

Kragi: Takið úr 6 L jafnt yfir fyrstu umferðina (í stað 12 L).3 - Sunneva 

Efni: Heklunál nr 6 (ekki 6 1/2)


4 - Laufey

Lykkjufjöldi við munsturteikningu gerði ráð fyrir of fáum útaukningum (munar einni útaukningu) sem þýðir að eftir fyrstu útaukningu vantar 1 lykkju miðað við uppgefinn lykkjufjölda en eftir 6 útaukningar munar 6 L, þ.e. það eru 6 lykkjum of mikið á prjóninum en gefið er upp.  Þar sem uppskriftin sjálf er samin út frá munsturtölunum rekur þessi villa sig í gegnum alla uppskriftina. Í þessu tilfelli má með sanni segja að "Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi"!

 

Uppskriftina má nálgast hér í heild sinni (smellið á myndina),

 

 

 

 

 

 

 

 

 

og mæli ég með að prenta hana út og festa inn í bókina.

 

Við vonum að þessi villa hafi ekki valdið miklum óþægindum.11 - Brimar

Bolur:

Miðjudálkur, lína 3: 147) L. Prj munstur 1. Prj áfram með lit A....15 - Fjara

Það vantar einn lit í litaröðina, þ.e. eftir lit 15 (sem er D) á að vera F og síðan C, B, E o.s.frv.: 

B, C, E, G, D, H, F, B, A, G, E, C, H, A, D, F, C, B, E, H, A, G, F, C, D, A, B, G, E, A, C, H, B, E, F, D.17 - Ari

Efni:

A 0059 svartur 8 (9) dokkur

Ermar:

.... Aukið út um 2 L (1 L eftir fyrstu lykkju og 1 L fyrir síðustu lykkjur í umf) í 7. hverri umf alls 9 sinnum (ekki 8 sinnum) upp ermi => 65 (69) L.

Axlastykki:

Prjóna á eftir munstri 3 (ekki munstri 2). - Laskaúrtaka: .....Takið úr á þennan hátt í 2. hvorri umf, 13 sinnum (ekki 12 sinnum)=> 48 (64) L.21 - Ankeri

AXLASTYKKI
Lýsingin í laskaúrtöku á við heila peysu. Rétt lýsing er sem hér segir:

Laskaúrtaka: 1. umf: *Prj þar til 2 L eru að næsta merki, prj 2 L saman til vinstri (í aftari hluta L), prj 2 L sl saman*. Endurtakið frá * til *24 - Gola

Í 45. umf.(var 46. umf)  munsturs þarf að hnika fyrstu kúlunni um eina lykkju til vinstri svo kúlurnar klessist ekki saman. Umf 41 vantaði inn í teikninguna þannig að í reynd er fjöldi umferða 49 en ekki 50.25 - Kylfa

Það vantar eina úrtöku í 20 umf. Í lok munsturs er lykkjufjöldi 48 í stað 52. 

 

icelandic wool
Woolmark
www.istex.is / istex@istex.is / Sími 566 6300 / Fax 566 7330 / © 2010 lopi