Lopi

 

 

 

 

Óveðurspeysan - úrslit

 

Nú hefur dómnefnd lokið störfum við val á þeim þremur peysum sem komust í vinningsæti.

 

Haft hefur verið samband við vinningshafa.

 

Laugardaginn 26. október, fyrsta vetrardag, verða úrslit kynnt. Haldin verður peysusýning á Skólavörðustíg á móts við Handprjónasamband íslands kl. 14:30 og verða verðlaun afhent í kjölfar sýningarinnar.

 

Við viljum þakka öllum sem þátt tóku fyrir þeirra framlag.

 

Eftifarandi er úrdráttur úr greinargerð dómnefndar:

 

Þema samkeppninnar var „óblíð veðrátta“ og að sjálfsögðu hafði dómnefnd það að leiðarljósi við sín störf. Einnig það að samkeppninni var hrundið af stað til heiðurs íslensku sauðkindinni.

 

Þátttaka í samkeppninni var einstaklega góð en alls bárust um 140 peysur til dómnefndar. Dómnefnd ákvað að útiloka strax í upphafi allar peysur sem henni fannst ekki falla að þema keppninnar. Einnig þær sem ekki voru taldar „frumsamdar“.

 

Þess má geta að dómnefnd skoðaði fjöldann allan af peysum sem henni þótti vel hannaðar og fallegar og til sóma í alla staði en voru samt ekki í þeim anda sem um var beðið.

 

Það skal tekið fram að dómnefnd var eingöngu að horfa á hönnun og útfærslu, þ.e. munstur, snið og litasamsetningu en ekki prjónaskap og frágang. Enda var þetta hönnunarsamkeppni en ekki prjónakeppni.

 

Í lokin stóðu eftir þrjár peysur, ólíkar, en allar náðu þær að heilla dómnefndina, hver á sinn hátt.

 

Gísli Einarsson

Jóhanna E. Pálmadóttir

Hulda Hákonardóttir

 

icelandic wool
Woolmark
www.istex.is / istex@istex.is / Sími 566 6300 / Fax 566 7330 / © 2010 lopi