Lopi

Prjónfesta

Prjónfesta er bútur sem prjónaður er til að sjá hvort t.d. 10 lykkjur og 10 umferðir hjá þér verði jafnstór og 10 lykkjur og 10 umferðir samkvæmt  uppskriftinni.

 

Ef talað er um að 10 cm séu 18 L í prjónfestu er gott at fitja upp a.m.k. 6 lykkjur til viðbótar, þ.e. 24 lykkjur. Notið sömu prjónastærð og prjón (munstur eða slétt) sem tilgreint er. Prjónið 12-15 cm.

Mælið nú 10 x 10 cm á þessari prufu og teljið hversu margar lykkjur og umferðir rúmast innan þeirra.


Það er mjög nauðsynlegt að gera prjónfestuprufu í hvert sinn sem byrjað er á nýrri uppskrift. Það er alls ekki öruggt að prjónfesta í einni uppskrift sé sú sama og í annarri, þannig að þú getur verið með rétta prjónfestu í einni uppskrift og hugsanlega of fasta eða of lausa í annarri uppskrift.

 

Tökum sem dæmi þessa peysu sem er ú Lopa 28, uppskrift nr. 15 (Kambur).


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Uppgefin prjónfesta eru 18 L og 24 umf. á prjóna nr. 4 ½.
Yfirvídd:
18 L (rétt prjónf.) 66 cm   3 ára 
16 L (of laust)  75 cm  5 ára?
20 L (of fast)  60 cm  2 ára
Þó muni aðeins 2 lykkjum til eða frá í prjónfestu þá munar það allt að 10 cm í yfirvídd!

icelandic wool
Woolmark
www.istex.is / istex@istex.is / Sími 566 6300 / Fax 566 7330 / © 2010 lopi