Lopi

Íslenska lopapeysan

Hin eina sanna lopapeysa, með tvíbönduðu munstri á hringlaga herðastykki, er búin að vinna sér íslenskan þegnrétt, þó ekki sé saga hennar ýkja löng. Hún kom ekki fram fyrr en á 6.áratugnum, en óvíst er hvar og hvernig.

 

Sumir telja að fyrirmyndin sé grænlenskir kvenbúningar, ef til vill vegna þess að stundum var talað um lopapeysur með grænlenska munstrinu. Öðrum finnst líklegt að fyrirmyndina sé að finna í peysum sem byrjað var að framleiða í Bohusléni í Suður-Svíþjóð í byrjun 5.áratugarins. Þessar upprunakenningar eru býsna langsóttar.

 

Það eina sem íslenskar lopapeysur eiga sameiginlegt með grænlenskum perlusaumi er hringlaga herðastykki, munstur og litir eru gjörólík. Svipað má segja um sænsku peysurnar, þær voru að vísu nær hugmyndinni þar sem þær voru prjónaðar með hringlaga herðastykki, en úr mjög fínu garni og með allt öðruvísi munstrum.

 

Hafi íslenskar lopapeysur orðið til fyrir áhrif frá þeim hefur þurft mikla hugkvæmni til að aðlaga snið, úrtökur og munstur að mjög ólíku efni. Telja verður því íslensku lopapeysuna frumhönnun.

Ekki er óhugsandi að enn eigi eftir að koma á daginn hver hinn raunverulegi höfundur hennar var. 

 

           

Grænlenskur þjóðbúningur

Peysa frá Bohusléni í Svípþjóð

icelandic wool
Woolmark
www.istex.is / istex@istex.is / Sími 566 6300 / Fax 566 7330 / © 2010 lopi