LopiÞegar víkingar námu land á Íslandi árið 874 tóku þeir með sér tvær tegundir af húsdýrum: íslenska hestinn og íslensku sauðkindina.Þegar fram liðu stundir höfðu báðar tegundirnar jafnmikil áhrif á sögu og þróun landsins og maðurinn sjálfur.
          

Án sauðkindarinnar hefði Ísland verið óbyggilegt


Frá upphafi hafa Íslendingar átt í harðri baráttu við náttúruöflin.Hesturinn þjónaði sem flutningstæki og vinnudýr en sauðkindin hélt lífinu í þjóðinni, ekki aðeins með því að veita kynslóð eftir kynslóð Íslendinga næringu heldur ekki síður með ullinni, sem veitir skjól gegn nístandi kuldanum hér á norðurslóðum.Án sauðkindarinnar hefði Ísland verið óbyggilegt.Miðaldasagnir greina ekki aðeins frá hetjudáðum og hugrökkum köppum því þær segja líka frá hversdagslegum athöfnum líkt og rúningu, spuna og kembingu ullarinnar, en slíkt handverk skapaði hefð sem hélst lítt breytt í gegnum aldirnar.

 

 

Framhald...

 

 

icelandic wool
Woolmark
www.istex.is / istex@istex.is / Sími 566 6300 / Fax 566 7330 / © 2010 lopi