Lopi

Prjónaband

Hjá Ístex eru framleiddar sex tegundir handprjónabands úr íslenskri ull.  Jafnframt er framleitt Kambgarn sem er úr mjög fínni ull.

 

Hægt er að skoða litaúrval hverrar bandtegundar fyrir sig hér til hliðar.

Athugið að litir á skjá eru aldrei alveg eins og hinn raunverulegi litur.

 

Álafosslopi

Tilvalinn í flíkur til útivistar.  Flíkur úr Álafosslopa eru hlýjar og einstaklega léttar miðað við þykkt.

 

Bulkylopi

Tilvalinn  í einlitar flíkur.  Bulkylopi er þykkari en Álafosslopi, mjög fljótlegt er að prjóna úr Bulkylopanum.

 

Léttlopi

Flíkur úr Léttlopa eru notalegar jafnt inni sem úti.  Léttlopinn er helmingi þynnri en Álafosslopi.

 

Plötulopi

Plötulopinn er óspunninn og því laus í sér.  Meðhöndla þarf lopaþráðinn með lipurð þegar unnið er úr honum.

 

Hosuband

Hosubandi er tilvalið í sokka.  Nælonið í bandinu gerir það einstaklega slitsterkt.  Bandið má einnig nota í peysur, vettlinga og húfur.

 

Einband

Einbandið er gott að nota í sjöl og léttar flíkur og passar mjög vel í gataprjón. 

 

Kambgarn

Kambgarnið er framleitt úr mjög fínni ull og hentar vel í barnapeysur, húfur o.fl. 

 

icelandic wool
Woolmark
www.istex.is / istex@istex.is / Sími 566 6300 / Fax 566 7330 / © 2010 lopi