Plötulopi. Opin peysa með skemmtilegum kanti í hálsmáli og framan á ermum.
Peysan er prjónuð úr tvöföldum plötulopa og sérlega mjúk og létt. Kraginn og kantur framan á ermum er gerður með því að festa lopann eins og kögur hér og þar.